08. október 2023

Yfirlýsing framkvæmdastjóra UNICEF vegna átaka í Ísrael og Palestínu

Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, lýsir yfir miklum áhyggjum yfir velferð barna og ungmenna í Ísrael og Palestínu í kjölfar nýlegra átaka 

„Ég hef miklar áhyggjur af velferð barna í Ísrael og Palestínu. Hundruð óbreyttra borgara hafa verið drepin eða slasast í átökunum sem hófust 7. október síðastliðinn. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fylgist náið með stöðunni og þeim alvarlegu réttindabrotum sem framin eru gegn börnum,“ segir Catherine Russell.  

Russell segir að síðustu þrjú ár hafi 2.800 börn særst og 199 börn látið lífið, í átökunum sem geisað hafa í áraraðir í Ísrael og Palestínu. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, krefst þess að stríðsátökunum verði tafarlaust hætt og að öryggi barna og vernd þeirra frá ofbeldi verði sett í forgang í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.  

„Börn í Ísrael og Palestínu þurfa framar öllu varanlega pólitíska lausn á þessum átökum sem nú geisa, svo þau geti alist upp í friði frá ofbeldi og átökum,“ segir Russell að lokum í yfirlýsingu sinni.    

Fleiri
fréttir

02. apríl 2025

322 börn verið drepin á Gaza síðan vopnhlé var rofið
Lesa meira

01. apríl 2025

Isabel Burchard: Ísland er fyrirmynd og mikilsmetinn styrktaraðili UNICEF
Lesa meira

31. mars 2025

UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir Mjanmar
Lesa meira
Fara í fréttasafn