Réttindafræðsla

Akademíunnar

Réttindafræðsla UNICEF Akademíunnar eru opin öllum sem hafa áhuga á að fræðast um réttindi barna. Það er markmið UNICEF á Íslandi að gera fræðslu um réttindi barna skiljanlega og aðgengilega bæði börnum og fullorðnum. Öll fræðsla UNICEF Akademíunnar byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur á Íslandi árið 2013. Eitt af ákvæðum sáttmálans er einmitt að öll verðum við að þekkja réttindi barna.

Réttindafræðsla er öflugasta leiðin að aukinni virðingu fyrir mannréttindum. Með aukinni þekkingu barna á eigin réttindum geta þau frekar staðið á eigin rétti og virða frekar réttindi annarra barna. Og með aukinni þekkingu fullorðinna á réttindum barna eru vernd þeirra, umönnun og þátttaka betur tryggð.