Fyrirtæki og samstarfsaðilar

Saman getum við

breytt heiminum

All starf UNICEF í þágu barna byggist á frjálsum framlögum. Þökk sé samstarfsaðilum okkar getum við gætt að velferð barna um víða veröld og gert heiminn að betri stað fyrir börn.

Við vinnum náið með samstarfsaðilum okkar, gætum þess að samstarfið styðji við stefnur þeirra og tryggjum að framlag þeirra nýtist börnum í neyð.

Fyrirtæki sem vilja bæta líf barna með UNICEF eru ekki einungis í liði með stærstu barnahjálparsamtökum heims heldur líka öllum alþjóðlegu samstarfsaðilum okkar.

UNICEF á Íslandi fylgir alþjóðlegum reglum UNICEF um notkun á nafni þess, vörumerkjum, og öðru réttindavörðu efni í samræmi við samstarfssamning UNICEF á Íslandi og UNICEF. Þessum reglum þurfa samstarfsaðilar okkar að fylgja.

Hjálpaðu okkur að berjast fyrir réttindum barna

Hvers vegna að gerast

samstarfsaðili UNICEF

  • Möguleiki á að standa fyrir verkefnum sem eru mótuð í samvinnu og sniðin að markmiðum ykkar.
  • Aðgengi að sérfræðiþekkingu um réttindi barna og stöðu barna í heiminum.
  • Stuðla að raunverulegum jákvæðum breytingum í lífi barna.
  • UNICEF hefur jákvæða og trausta ímynd bæði á Íslandi og á alþjóðlegum grundvelli.

Hvernig getur fyrirtæki starfað

með UNICEF

Fjölmargar leiðir í boði fyrir árangursríkt samstarfs til dæmis;

  • Beinn styrkur til baráttu UNICEF fyrir réttindum allra barna.
  • Fjáröflun með hjálp starfsmanna fyrirtækis og fjáröflun með aðstoð viðskiptavina.
  • Fjármögnun viðburða.
  • Markaðssamstarf.
  • Stuðningur við neyðarsöfnun.
  • Bein þátttaka í verkefni UNICEF fyrir börn með rausnarlegum styrk.

Samstarfið hefur marga kosti fyrir fyrirtækin;

  • Rúmlega 10 % fullorðinna gefa til UNICEF mánaðarlega og fjölmargir aðrir sýna stuðning í verki reglulega
  • Fjáröflun með starfsmannahópi er frábær leið til að skapa stemningu og styrkja hópinn
  • UNICEF hefur jákvæða og trausta ímynd bæði á Íslandi og á alþjóðlegum grundvelli
  • Í samstarfi við UNICEF er hægt að stuðla að raunverulegum jákvæðum breytingum í lífi barna

Vill þitt fyrirtæki bætast í hópinn?

Við viljum gjarnan heyra frá þér. Saman getum við áorkað miklu fyrir börn í neyð. Það gerum við með víðtækri samvinnu sem við snýðum að stefnu þíns fyrirtækis.

Þú getur haft samband við Katrínu Erlu, verkefnastjóra fyrirtækjasamstarfs, með því að senda tölvupóst á katrins@unicef.is, hringt í síma 552 6300 eða komið við á skrifstofu okkar á Strandgötu 75, 220 Hafnarfirði. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 09:00-16:00, lokað í hádeginu og föstudaga 09:00-13:00.

Við hlökkum til að heyra frá þér.