Bæjarstjórafundur Barnvænna sveitarfélaga
UNICEF á Íslandi og mennta- og barnamálaráðuneytið buðu til hringborðsumræðna bæjar- og sveitarstjóra í Barnvænum sveitarfélögum með mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni þann 2. nóvember 2023. Fundurinn fór fram í Björtuloftum í Hörpu. Hér má lesa nánar um fundinn.
18 bæjar- og sveitarstjórar Barnvæn sveitarfélögum vítt og breytt um landið sóttu fundinn. Verkefnið styður við stefnu stjórnvalda um Barnvænt Ísland - framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, og við ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Í hringborðsumræðunum gafst þátttakendum tækifæri til þess að deila árangri verkefnisins hingað til og eiga samtal við ráðherra um stöðu réttinda barna. Í lok fundar var yfirlýsing bæjarstjóra Barnvænna sveitarfélaga samþykkt.
„Markmiðið er að gera Ísland að enn betri stað fyrir börn og að þau verði hjartað í kerfinu. Kerfið á að vinna fyrir börnin en ekki öfugt." - Barnamálaráðherra
Yfirlýsing fundar bæjarstjóra Barnvænna sveitarfélaga
Samþykkt í Hörpu, 2. nóvember 2023
Við, bæjar- og sveitarstjórar þeirra sveitarfélaga sem vinna að því að öðlast viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag UNICEF, erum sammála um að halda áfram að standa vörð um réttindi barna í gegnum verkefnið Barnvæn sveitarfélög.
Í þessu skyni erum við sammála um að í öllum sveitarfélögum sé mikilvægt að tryggja:
- Fræðslu um réttindi barna fyrir starfsfólk og börn
- Góðar þátttökuleiðir fyrir börn þannig að þau geti haft áhrif á samfélagið sitt
- Sértækan stuðning fyrir viðkvæma hópa barna
- Stuðla að barnvænni nálgun alls starfsfólks í störfum sínum þannig að þau geri sér grein fyrir áhrifunum sem þau hafa á börn
Við, bæjar- og sveitarstjórar, munum leggja okkur sérstaklega fram um að skapa samstöðu og samvinnu á meðal alls starfsfólks í okkar sveitarfélögum um verkefnið. Það gerum við með því að:
- Kynna þau tækifæri sem felast í verkefninu sem öll börn njóta góðs af
- Minna á mikilvægan rétt barna til að fá hlustun og hafa áhrif
- Benda á samlegðaráhrif verkefnisins með innleiðingu farsældarlaganna og hvetja til þess að þau séu nýtt
- Hvetja starfsfólk okkar áfram og minna það á þau góðu áhrif sem þau hafa með störfum sínum
Að þessari yfirlýsingu standa:
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, Sigurjón Andrésson, sveitarstjóri Hornafjarðar, Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundafjarðar, Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, Ólafur Þór Ólafsson, staðgengill sveitarstjóra Skagastrandar, Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar, Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.