Erfðagjafir
Erfðagjöf er falleg leið til að
styðja við málefni sem þér er kært.
Gjafir í
erfðaskrám
Að skilja eftir gjöf í erfðaskrá er falleg leið til að styðja málefni sem þér er annt um. Erfðagjafir til UNICEF eru okkur afar dýrmætar þar sem þær stuðla að því að við getum verið til staðar fyrir börn um ókomna tíð.
Erfðagjafir geta verið af öllum stærðum og oftast er um að ræða tiltekna upphæð eða prósentu af arfi eftir að séð hefur verið fyrir fjölskyldumeðlimum og ástvinum.
Hægt er að nálgast upplýsingar um erfðagjafir, gerð erfðaskráa og störf UNICEF í erfðagjafabæklingnum okkar. Þú getur fengið bæklinginn sendan í tölvupósti eða bréfpósti með því að fyllta út reitina hér að neðan.
Viljir þú gefa erfðagjöf eða hefur einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband í síma 562-6300 eða með því að senda tölvupóst á gudmundur@unicef.is.