Um unicef

UNICEF á

Íslandi

UNICEF á Íslandi er íslensk landsnefnd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

UNICEF er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við stöndum vörð um réttindi allra barna og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna.

Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fæðast öll börn með ófrávíkjanleg réttindi. Hins vegar fá ekki öll börn notið þeirra. Þessu viljum við breyta. UNICEF trúir því að heilbrigð barnæska og mannsæmandi líf séu réttur allra barna.

Heimsforeldrar bæta líf barna um allan heim

Sem Heimsforeldri gætir þú að velferð barna um heim allan. Með mánaðarlegu framlagi þínu styður þú börn sem eiga undir högg að sækja, börnum á öllum aldri í ólíkum aðstæðum.

Í dag gæti gjöf þín sem Heimsforeldri hjálpað ungri stúlku að ganga í skóla í fyrsta sinn. Á morgun gæti barn fengið meðferð við alvarlegri vannæringu eða losnað undan barnaþrælkun.

Sem Heimsforeldri styður þú ekki við eitt barn í einu samfélagi heldur hjálpar börnum um allan heim þar sem þörfin er mest. Heimsforeldrar eru hluti af fjölskyldu sem myndar öryggisnet fyrir börn heimsins í gegnum hjálparstarf UNICEF í yfir 190 löndum.

Heimforeldrar gera heiminn að betri stað fyrir öll börn.

UNICEF er í einstakri stöðu til að þrýsta á um stórfelldar breytingar sem hafa

áhrif á heimsvísu

. Þú getur verið með.

Mikilvægur

stuðningur

Allur stuðningur við starf UNICEF er mikilvægur og nýtist í verkefni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í þágu velferðar og réttinda barna.

Mánaðarlegar gjafir Heimsforeldra eru þó einstakar því þær gera okkur kleift að aðstoða þar sem neyðin er mest, líka á stöðum þar sem kastljós heimsbyggðarinnar beinist ekki.

Nánar um mánaðalegar gjafir

Spurt

og svarað

UNICEF er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum.

Við stöndum vörð um réttindi allra barna og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna. 

UNICEF er sjálfstæð stofnun innan Sameinuðu þjóðanna og er fjármögnuð að stærstum hluta af einstaklingum og fyrirtækjum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna var stofnuð árið 1946 í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar sem tímabundið verkefni en varð að stærstu hjálparsamtökum fyrir börn í heiminum.

Skammstöfunin „UNICEF“ varð til þegar nafnið okkar var „United Nations International Children’s Emergency Fund“. Árið 1953 var nafninu breytt í „United Nations Children’s Fund“ en skammstöfunin „UNICEF“ hélt sér. 

Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og leggjum áherslu á að ná til allra barna – hvar sem þau eru.

UNICEF er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum og allt starf UNICEF byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, útbreiddasta mannréttindasáttmála heims. Ásamt samstarfsaðilum vinnum við að því að bæta líf barna og verja réttindi þeirra til menntunar, barnaverndar, heilbrigðisþjónustu, næringar, vatns og hreinlætis eða bólusetninga við sjúkdómum. Bæði með langtímauppbyggingu innan samfélaga og með neyðaraðstoð þegar stríð og aðrar hamfarir verða. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna. 

Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fæðast öll börn með ófrávíkjanleg réttindi. Hins vegar fá ekki öll börn notið þeirra. Þessu viljum við breyta. UNICEF trúir því að heilbrigð barnæska og mannsæmandi líf séu réttur allra barna.

Á hverjum degi sjáum við árangur af starfi okkar – árangur sem hefur bein áhrif á líf barna vítt og breitt um heiminn. Þetta er okkar helsti drifkraftur. Barátta UNICEF á þátt í að stórlega hefur dregið úr barnadauða á heimsvísu, fleiri börn fara í skóla nú en nokkru sinni fyrr, margfalt fjölmennari hópur barna fær meðferð við HIV en áður og fleiri hafa aðgang að hreinu vatni nú en nokkru sinni fyrr. UNICEF stendur fyrir varanlegum umbótum sem breyta heiminum þegar til lengri tíma er litið.

Í okkar starfi treystum við að stærstum hluta á frjáls framlög. Mánaðarlegar gjafir Heimsforeldra gera UNICEF kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós heimsbyggðarinnar beinist annað, sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipuleggja hjálparstarf yfir lengri tíma og beita sér á heimsvísu. Með þinni hjálp vinnum við að því að gæta allra barna.

UNICEF nýtur mikils trausts og leggur áherslu á víðtæka samvinnu við yfirvöld, félagasamtök, samfélög og börnin sjálf. Við gegnum leiðandi hlutverki í hjálparstarfi fyrir börn og erum því í einstakri stöðu til að þrýsta á um stórfelldar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu.

Hér getur þú lesið meira um það hvernig við gerum heiminn að betri stað fyrir börn – með ykkar hjálp!

Við sinnum öflugri og markvissri réttindagæslu fyrir börn á Íslandi og höldum stjórnvöldum vandlega við efnið. Við höfum meðal annars gefið út viðamikla skýrslu um börn sem líða efnislegan skort á Íslandi, fylgst ítarlega með stöðu barna hér á landi og barist af krafti gegn ofbeldi á börnum.

Við fræðum börn líka um réttindi sín, fræðum fullorðna um réttindi barna og veitum umsagnir og álit. 

Við erum einnig með verkefnin Barnvæn sveitarfélög og Réttindaskólar UNICEF sem stórt hlutfall barna á Íslandi njóta góðs af. Verkefnin eiga það sameiginlegt að sveitarfélög annars vegar og skólar, frístundaheimili og leikskólar hins vegar einsetja sér að því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi. 

UNICEF-hreyfingin nær síðan árlega til þúsunda grunnskólabarna. 

Nei, það gerum við ekki. Okkar verkefni er að sinna almennri réttindagæslu barna hér á landi og sjá til dæmis til þess að stjórnvöld hafi hagsmuni barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku, að lög séu barnvæn og hugað sé að almennri velferð barna. Við tökum þannig fyrir almenn mál en ekki einstök.

Þótt börn hér á landi séu almennt ekki stríðshrjáð, haldin alvarlegri bráðavannæringu, lífshættulega veik eftir að hafa drukkið óhreint vatn eða fórnarlömb barnaþrælkunar, steðja engu að síður að þeim hættur sem UNICEF berst af krafti gegn.

Við höfum sem dæmi ítrekað bent á að ofbeldi í sínum fjölmörgu birtingarmyndum er ein helsta ógn sem steðjar að börnum hér á landi. Við höfum beitt okkur af alefli fyrir því að minnka ofbeldið og komið með vandlega útfærðar lausnir. Við höfum líka til dæmis rannsakað efnislegan skort hjá börnum hér á landi. Hér getur þú lesið meira um réttindagæsluna okkar á Íslandi og séð hvaða skýrslur við höfum gefið út.  

Meirihluti framlaganna hér á landi kemur frá almenningi, svo kölluðum Heimsforeldrum sem styðja starf UNICEF með mánaðarlegum framlögum.

Ótal fyrirtæki hafa einnig styrkt starfið og UNICEF meðal annars fengið veglega styrki úr sjóðum og frá stærri gefendum. Sífellt fleiri hugsa líka til okkar þegar kemur að minningarkortum og tækifærisgjöfum en þar höfum við boðið fólki að kaupa svokallaðar Sannar gjafir, hjálpargögn fyrir börn. Einnig höfum við fengið erfðagjafir.

Við höfum verið svo heppin að fá rekstrarstyrki sem fara beint í að greiða niður rekstrarkostnað og síðan hefur fjöldi fyrirtækja veitt okkur veglegan afslátt, til dæmis af leigu á húsnæði og prentkostnaði. Utanríkisráðuneytið veitir okkur einnig rausnarlegan styrk til kynningar- og fræðslustarfs.

Fjármál UNICEF á Íslandi lúta ströngustu kröfum og þar er gagnsæi lykilatriði. Á hverju ári birtum við ítarlegt yfirlit yfir verkefni okkar og ráðstöfun fjármuna í ársskýrslu okkar sem aðgengilegar eru hér á heimasíðunni. Þar er vandlega farið yfir tekjur og gjöld í myndum og máli.

Án stuðnings Heimsforeldra og allra styrktaraðilana okkar gætum við ekki verið til staðar fyrir öll þau börn sem UNICEF aðstoðar á hverjum degi. Þið gerið starf okkar mögulegt. Takk!

Heimsforeldrar UNICEF mynda net sem nær um alla heimsbyggðina og grípur bágstödd börn sem þurfa hjálp. Sem Heimsforeldri gætir þú að velferð barna um heim allan. Þú hjálpar börnum sem eiga undir högg að sækja, börnum á öllum aldri, í ólíkum aðstæðum – allan ársins hring.

Í dag gæti gjöf þín sem Heimsforeldri hjálpað ungri stúlku að ganga í skóla í fyrsta sinn. Á morgun gæti barn fengið meðferð við alvarlegri vannæringu eða losnað undan barnaþrælkun. Sem Heimsforeldri styður þú ekki við eitt barn í einu samfélagi heldur hjálpar börnum um allan heim.

Heimsforeldrar eru hugsjónafólk. Mánaðarleg gjöf þeirra gerir UNICEF kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós fjölmiðla er farið annað, sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipuleggja hjálparstarf til lengri tíma litið og beita sér á heimsvísu.

Saman berjast Heimsforeldrar og UNICEF fyrir réttindum allra barna og drífa áfram varanlegar umbætur sem breyta heiminum. Á hverjum degi sést árangur af þessu sameiginlega starfi okkar – árangur sem hefur bein áhrif á börn og færir þeim von og betra líf.

UNICEF er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við sinnum langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð og erum á vettvangi í yfir 190 löndum. Við njótum mikils trausts, leggjum áherslu á víðtæka samvinnu og erum því í einstakri stöðu til að búa börnum betra líf og þrýsta á um stórfelldar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu.

Já! Í nóvember 2021 tóku gildi ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi. Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi, eins og UNICEF. Auk þess er kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga sem fer úr 0,75% í 1,5%.

Þú getur notað sérstaka skattareiknivél UNICEF með því að smella hér.

Þú getur gerst Heimsforeldri (mánaðarlegur styrktaraðili), þú getur líka stutt neyðarsöfnun okkar og gefið sanna gjöf. Einnig getur þú veitt okkur mikilvæga hjálp við að koma skilaboðum um baráttu okkar áleiðis á Facebook-síðu okkarYou Tube, Twitter og Instagram.

Til að halda áfram að breyta heiminum þurfum við hjálp frá fólki eins og þér. Hjartans þakkir fyrir stuðninginn! Við hvetjum þig til að skoða heimasíðuna okkar vandlega. Einnig er þér velkomið að hringja í okkur í síma 552 6300 eða senda okkur tölvupóst á netfangið unicef@unicef.is.

Sömuleiðis standa dyrnar að skrifstofunni okkar þér alltaf opnar. Við erum á Strandgötu 75 í Hafnafirði og höfum opið frá klukkan 9-16 alla virka daga nema föstudaga þegar er opið er frá 9-15.

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Já, hjálpin skilar sér og starf UNICEF hefur sannarlega áhrif. Það á þátt í því að fleiri börn fara í skóla nú en nokkru sinni fyrr, tíðni barnadauða hefur lækkað gríðarlega á heimsvísu (daglega deyja mörg þúsund færri börn en áður), margfalt fleiri börn fá meðferð við HIV nú en fyrir einungis fáeinum árum, nánast hefur tekist að uppræta hinn skelfilega sjúkdóm mænusótt, fleiri börn hafa aðgang að hreinu vatni nú en nokkru sinni fyrr og áfram mætti telja. Þessu erum við ákaflega stolt af.

Þegar neyðarástand brýst út vegna jarðskjálfta, stríðsátaka, langvarandi þurrka, flóða og annarra hamfara höfum við aftur og aftur getað brugðist hratt við og veitt ótal börnum lífsbjörg. Við sjáum einnig að starf okkar á Íslandi hefur haft áhrif. Stjórnvöld hafa meðal annars gripið til aðgerða eftir tillögur og athugasemdir frá okkur um hvað betur megi fara varðandi börn hér á landi.

Við heyrum þessu stundum haldið á lofti en svarið er neikvætt. Raunveruleikinn er sá að 75% af söfnunarfé okkar fer beint til verkefna UNICEF fyrir börn um allan heim. Um 24% af framlögum fara í verkefni (fræðslu og kynningarstarf) UNICEF á Íslandi innanlands og í að safna enn meiri framlögum til að hjálpa enn fleiri börnum. Einungis um 1% af fjármunum UNICEF á Íslandi fara í stjórnunarkostnað (rekstur) eða þess sem oft er vísað til sem „yfirbyggingu“. Rétt er þó að halda því til að haga að stjórnunarkostnaðurinn er nauðsynlegur til að hægt sé að reka ábyrgt og traust hjálparstarf, vera viss um að framlög skili sér og allt sé eins og það eigi að vera.

Í umræddum kostnaði felst meðal annars kostnaður við endurskoðun, laun framkvæmdastjóra, laun fjármálastjóra, gæðastjórnun og eftirlit, rekstur síma- og tölvukerfis og kostnaður við sendingu fjárframlaga til hjálparstarfs UNICEF erlendis. 

Stuðningur sem við fáum frá einstaklingum, fyrirtækjum, sjóðum og félagasamtökum er forsenda þess að við getum staðið fyrir öflugu hjálparstarfi og búið börnum betri heim. Fjáröflun skipar þar af leiðandi stóran sess í starfi okkar.

Hluti af styrkjunum okkar fer í að afla frekari framlaga til hjálparstarfs fyrir bágstödd börn. Af hverjum 100 krónum sem UNICEF á Íslandi fær í styrki fara 14 krónur í að safna öðrum 100 krónum og hjálpa enn fleiri börnum. Þannig náum við að hjálpa miklu fjölmennari hópi en ella. Það er skylda okkar að koma bágstöddum börnum til aðstoðar og leggja okkur fram um að veita sem flestum hjálp.

Við leggjum mikið upp úr því að fjáröflun okkar sé ábyrg og fylgi skýrum reglum. Við höfum sett okkur sérstakar verklagsreglur sem við hvetjum þig til að kynna þér. Þar kemur meðal annars fram að gerð er sú ófrávíkjanlega krafa að öll útgjöld til fjáröflunar skili sér margfalt til baka í framlögum og þannig aukist heildarráðstöfun til verkefna fyrir börn.

Við sjáum á hverjum einasta degi hvernig starf UNICEF snertir líf barna í öllum heimshornum og vitum að því meira sem við náum að safna þeim mun fleiri börnum getur UNICEF hjálpað. Mikill árangur hefur til dæmis náðst við að minnka tíðni barnadauða á heimsvísu en enn látast þó þúsundir barna daglega af einföldum orsökum sem hægt er að fyrirbyggja. Þessu vill UNICEF breyta og til þess að geta gert það þurfum við fjárframlög. Tengslin á milli þessu hve miklu við náum að safna og hve mörgum börnum okkur tekst að hjálpa eru því raunveruleg og áþreifanleg.

Nei, UNICEF fær engin framlög frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Þótt UNICEF sé Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna er hún sjálfstæð stofnun innan SÞ og fær engin framlög þaðan.

Ýmsar aðrar stofnanir er að finna innan SÞ sem fá framlög þaðan, til dæmis Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sem ber ábyrgð á að hjálpa flóttafólki og UN Women sem starfar í þágu kvenna og jafnréttis. Eins og nafnið gefur til kynna ber Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) ábyrgð á að aðstoða börn.

Þrátt fyrir að reka umfangsmesta hjálparstarf sem fyrirfinnst í þágu barna í heiminum treystir UNICEF eingöngu á frjáls framlög.

Hjá UNICEF á Íslandi vinnur fólk í mismiklu starfshlutfalli, frá 30% og upp í 100%. Listi yfir starfsfólk er hér

Starfsemin er fjölbreytt en allt sem við gerum miðar að því að efla hag og tryggja réttindi barna, bæði hérlendis og erlendis.

Allt starfsfólk lýtur ströngum siðareglum og öll verkefni eru undir eftirliti níu manna stjórnar. Stjórnarfólk sinnir starfi sínu í sjálfboðavinnu. Á hverju ári leggja auk þess ótal manns okkur lið með sjálfboðastörfum.

Við blöndum okkur ekki í flokkapólitík, höfum ekki trúarlegar skoðanir og fylgjum ekki ákveðinni stjórnmálastefnu. Þetta er mikilvægt til að geta á hverri stundu og hvar sem er barist fyrir réttindum barna.

UNICEF hefur í gegnum tíðina skapað sér traust sem óhlutdrægur aðili sem vinnur með yfirvöldum í hverju landi, óháð trúarbrögðum og stjórnmálastefnu. Þannig eru öll börn okkar börn.

Nei, UNICEF á Íslandi sendir fólk ekki til sjálfboðaliðastarfa eða launaðra starf hjá UNICEF erlendis. UNICEF leggur áherslu á að verkefni séu að sem stærstum hluta unnin af heimafólki, svo að þekking og reynsla haldist innan samfélaga.

Þeir starfsmenn sem ekki eru frá því svæði sem unnið er á eru yfirleitt með mikla sérfræðiþekkingu á ákveðnu sviði sem nýtist inn í hjálparstarfið. Íslenska ríkið hefur meðal annars sent fólk á vettvang í slík verkefni hjá UNICEF. Upplýsingar um friðargæsluverkefni íslenska ríkisins má nálgast á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Upplýsingar um laus störf hjá UNICEF alþjóðlega má nálgast á þar til gerðri síðu UNICEF.

Viljir þú mest af öllu gerast sjálfboðaliði í efnaminni ríkjum getur þú skoðað sjálfboðaliðasíðu Sameinuðu þjóðanna,www.unv.org.
Gangi þér sem allra best!

Fyrir öll börn

Hver sem þau eru

Hvar sem þau eru

Öll börn eiga rétt á barnæsku.

Á framtíð - Á jöfnum tækifærum.

Þess vegna er UNICEF til staðar.

Fyrir hvert einasta barn.

Að nóttu sem og degi.

Í yfir 190 löndum

Við náum til þeirra sem erfiðast er að ná til.

Sem lengst eru frá björginni.

Sem oftast eru skilin eftir - og útilokuð.

Þess vegna erum við til staðar allt til enda

og við gefumst aldrei upp.