Hjálpaðu

Stakur styrkur
Styrkja UNICEF
Stakur styrkur
Styrkja UNICEF

Hjálpaðu

Hringdu í 907-3014 og gefðu 3.000 krónur.

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102015

Kennitala: 481203-2950

Við tökum einnig við styrkjum í gegnum AUR appið í númerið: 123 789 6262 eða @unicef.

Hörmungar barna á Gaza halda áfram, UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, auk annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir hungursneyð í Gaza-borg. Gert er ráð fyrir að hungursneyð breiðist á næstu vikum hratt út og fleiri börn deyi.

Tveggja ára átök, endurtekinn flótti og alvarlegar takmarkanir á aðgengi mannúðaraðstoðar – ásamt síendurteknum truflunum á aðgengi að mat, vatni, læknisaðstoð, stuðningi við landbúnað, búfjárhald og fiskveiðar – og hrun heilbrigðis-, hreinlætis- og markaðskerfa hafa gert það að verkum að íbúar svelta nú.

Vannæring meðal barna í Gaza eykst með skelfilegum hraða. Aldrei fyrr hefur hærra hlutfall barna glímt við vannæringu en í ágúst síðastliðnum þegar hlutfall barna sem greind voru með bráðavannæringu fór úr 8,3% í júlí í 13,5% í ágúst. Í Gaza-borg, þar sem hungursneyð hefur verið lýst yfir, jókst hlutfallið í 19% og þar er nú fimmta hvert barn vannært. Hver mínúta skiptir því raunverulegu máli.

UNICEF heldur áfram í von um að fá viðvarandi og öruggan aðgang að öllum þeim börnum og fjölskyldum sem þurfa svo lífsnauðsynlega á mannúðaraðstoð að halda. Flutningabílar UNICEF og samstarfsaðila bíða við landamærin með nægar birgðir til að fæða alla íbúa Gaza-strandarinnar í nokkra mánuði. En hinum megin við þessi landamæri eru börn að svelta. Þetta er óásættanlegt. Meira þarf til.

Þess ber þó að geta að UNICEF er ein þeirra stofnana sem fá að fara inn með neyðarbirgðir til íbúa Gaza, þó það sé dropi í hafið af raunverulegri þörf. ÞESS VEGNA höldum við áfram að fjárafla í neyðarsöfnun fyrir börn á Gaza. En líka svo við verðum tilbúin til að hlaupa þegar næsta færi gefst. Þegar ítrekað ákall UNICEF á mannúðarhlé, vopnahlé og stöðvun árása á börn og nauðsynlega innviði verður að veruleika.

Þess vegna þurfa börn á Gaza á þínum stuðningi að halda.