Neyðarákall
börn í Súdan
Hjálpaðu
Hringdu í 907-3015 og gefðu 3.000 krónur.
Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög er: 701-26-102020 Kennitala: 481203-2950.
Neyðin mikil í Súdan
Átök hafa nú staðið yfir í Súdan frá því í apríl 2023 með skelfilegum afleiðingum fyrir börn. Hvergi í heiminum eru nú fleiri börn sem hafa þurft að flýja heimili sín en í Súdan. Nýlegar kannanir sýna að fjöldi barna sem glíma við bráðavannæringu í Norður-Darfur hefur tvöfaldast á síðastliðnu ári. Samhliða farsótt kóleru skapar þetta lífshættulegar aðstæður. Vannærð börn eru líklegri til að veikjast illa og deyja af völdum smitsjúkdóma. Án tafarlauss og öruggs aðgengis að næringu, heilbrigðisþjónustu og vatni, mun hættan á dauða barna af völdum sjúkdóma sem hægt er að fyrirbyggja, aukast.
Ástandið í Súdan er ekkert minna en hamfarir. Aðgengi að mat, hreinu vatni, rafmagni, heilbrigðisþjónustu og menntun er lítið sem ekkert. 14 milljónir barna þurfa á nauðsynlegri mannúðaraðstoð að halda.
UNICEF kallar eftir tafarlausu vopnahléi svo hægt sé að koma mannúðaraðstoð til barna og fjölskyldna á átakasvæðum. Með þínum stuðningi hjálpar þú UNICEF að tryggja börnum í Súdan hreint vatn, næringu, heilbrigðisþjónustu og frekari neyðaraðstoð sem þau þurfa á að halda.