Réttindaliðið

#fyriröllbörn

Ég tek afstöðu gegn fordómum og mismunun!  

Ein af meginstoðum Barnasáttmálans er bann við mismunun. Með undirskrift minni geng ég í Réttindaliðið og með því fordæmi ég mismunun sem börn á Íslandi og um allan heim verða fyrir á grundvelli kynþáttar, kyns, kynhneigðar, fötlunar, tungumáls, trúar eða efnahagslegrar stöðu fjölskyldunnar. Ég heiti því að koma fram við öll börn af virðingu, hvort heldur sem er í eigin persónu eða á netinu.  Auk þess skora ég á:    

  • Stjórnvöld: að efla mannréttindafræðslu í samfélaginu öllu með markvissum hætti
  • Fyrirtæki og félagasamtök: að vera talsmenn jafnræðis og fjölbreytileika
  • Almenning: að taka þátt í því að vernda börn gegn hvers kyns mismunun og fordómum

Börn krefjast aðgerða og það er skylda okkar að hlusta og standa með þeim!

*Við munum taka saman og afhenda stjórnvöldum undirskriftirnar með ákalli okkar.

Skrifaðu undir og skráðu þig í

Réttindalið UNICEF

Skráðu þig í Réttindalið UNICEF

Upplýsingar um þig
skilmála UNICEF