13. október 2023

UNICEF undirritar nýjan samning um kaup og dreifingu á malaríubóluefni 

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stærsti kaupandi bóluefna í heiminum, gerði í vikunni nýjan samning um kaup á yfir 2 milljörðum afbóluefni gegn malaríu. Samningurinn gildir til ársins 2028 og er bóluefnið ætlað börnum og fjölskyldum sem þjást af sjúkdómnum.

Stúlka fær bóluefni frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í Jemen.

Í vikunni undirritaði UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, samning til ársins 2028 við framleiðandann Serum Life Sciences um kaup á 2 milljörðum skammta af malaríubóluefni næstu fjögur árin. Bóluefnið, R21/Marix-M, er ætlað börnum sem þjást af malaríu, en næstum hálf milljón barna deyja árlega úr malaríu.  

Samningurinn er stór áfangi í átt að því að mæta mikilli eftirspurn eftir skömmtum af nýjum bóluefnum gegn malaríu en á hverri mínútu dregur sjúkdómurinn eitt barn undir fimm ára aldri til dauða. Samkvæmt samningnum gerir UNICEF ráð fyrir því að hefja afhendingu og bólusetningu á bóluefninu um mitt ár 2024.  

Eitt af markmiðum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er að auka aðgengi að bóluefnum. Bóluefnið er afrakstur 35 ára af rannsóknum og þróunarvinnu og er R21/Marix-M ásamt bóluefninu RTS,S fyrsta bóluefnið sem er þróað við sjúkdómnum. Bæði bóluefnin virka gegn Plasmodium falciparum, banvænasta malaríusníkjudýrinu á heimsvísu og það algengasta í Afríku. Bóluefnin eru því mikilvæg viðbót við aðgerðir gegn þessum banvæna sjúkdómi.   

UNICEF er stærsti einstaki bóluefniskaupandi í heimi og útvegar meira en 2 milljarða skammta af bóluefnum árlega fyrir hefðbundnar bólusetningar á börnum. R21/Matrix-M mun styðja við aukið alþjóðlegt framboð á malaríubóluefnum og flýta fyrir nauðsynlegri aðstoð við fjölskyldur og börn.  

„Þessi samningur er því mikilvægt skref í átt að því að vernda fleiri börn gegn þessum banvæna sjúkdómi,“ segir Leila Pakkala, framkvæmdastjóri birgðasviðs UNICEF.

Fleiri
fréttir

20. nóvember 2024

UNICEF: Framtíð barnæskunnar hangir á bláþræði í breyttum heimi 
Lesa meira

20. nóvember 2024

Ungmenni fá orðið á Alþjóðadegi barna: „Kæra fullorðna fólk– Hlustið á okkur“
Lesa meira

18. nóvember 2024

Þúsund dagar af stríði í Úkraínu: 16 börn drepin eða særð í hverri viku
Lesa meira
Fara í fréttasafn