05. júlí 2023

UNICEF kallar eftir tafarlausu vopnahléi og vernd barna

Minnst þrjú börn látin og fjöldi særð eftir árásir á Jenín í Palestínu

„UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, harmar allt ofbeldi gegn börnum og kallar eftir tafarlausri stöðvun árása. Vernda ber börn öllum stundum og öllum aðilum máls ber samkvæmt alþjóðalögum skylda til að verja almenna borgara– sérstaklega börn í átökum,“ segir Adele Khodr, svæðisstjóri UNICEF í Mið-Austurlöndum og N-Afríku í yfirlýsingu vegna átaka undanfarinna daga í Jenín í Palestínu.

Greint hefur verið frá því að minnst þrjú börn hafi látið lífið á mánudag og fjöldi annarra særst í árásum auk þess sem hundruð fjölskyldna hafi neyðst til að flýja. Í flóttamannabúðunum í Jenín hafa mikilvægir innviðir á borð við vatn og rafmagn raskast verulega.

Khodr segir að síðastu tvö ár hafi síendurtekin átök og árásir blossað reglulega upp í og við Gaza-ströndina sem og á Vesturbakkanum. UNICEF harmar vaxandi átök á Vesturbakkanum, þar á meðal austurhluta Jerúsalem.

„Frá upphafi árs 2023 hafa 33 börn látið lífið, 27 palestínsk og 6 ísraelsk. Þetta eru hærri tölur en sáust allt árið í fyrra sem þó var eitt mannskæðasta ár á Vesturbakkanum síðan 2004. Alvarleg brot gegn börnum, þar á meðal þar sem þau láta lífið eða særast, eru fullkomlega óásættanleg. UNICEF krefst þess að börnum sé hlíft við þessum árásum eins og þau eiga rétt á, sama hver eða hvar þau eru. Besta leiðin til að tryggja öryggi og velferð barna við þessar aðstæður er með friði og tafarlausu vopnahléi,“ segir Khodr.     

Fleiri
fréttir

02. apríl 2025

322 börn verið drepin á Gaza síðan vopnhlé var rofið
Lesa meira

01. apríl 2025

Isabel Burchard: Ísland er fyrirmynd og mikilsmetinn styrktaraðili UNICEF
Lesa meira

31. mars 2025

UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir Mjanmar
Lesa meira
Fara í fréttasafn