„UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fordæmir harðlega loftárás sem gerð var í Mekelle, höfuðborg Tigray-héraðs í Eþíópíu,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, í yfirlýsingu vegna voðaverksins um helgina.
Árásin lenti á leikskólasvæði með þeim afleiðingum að börn létu lífið og fjölmörg særðust.
„UNICEF krefst þess að gert verði tafarlaust vopnahlé í átökunum sem stigmagnast hafa í norðurhluta Eþíópíu undanfarið og börn bera þungan af ofbeldisverkunum. Í nær tvö ár hafa börn og fjölskyldur þeirra mátt búa við þjáningar þessara átaka. Þeim verður að ljúka, strax,“ segir Russell að lokum.