09. júlí 2021

Tíu árum eftir sjálfstæði Suður-Súdans hefur mannúðaraðstoð aldrei verið nauðsynlegri

Þrátt fyrir að liðin sé áratugur frá sjálfstæði yngsta ríki veraldar hefur ástandið aldrei verið verra og þurfa fleiri börn en nokkru sinni fyrr á brýnni mannúðaraðstoð að halda

Dagurinn í dag, 9. júlí, markar tíu ára sjálfstæði Suður-Súdans frá Súdan. Þrátt fyrir að liðin séu áratugur frá sjálfstæði yngsta ríki veraldar hefur ástandið aldrei verið verra og þurfa fleiri börn en nokkru sinni fyrr á brýnni mannúðaraðstoð að halda. skýrsla UNICEF áætlar að u.þ.b. 8,3 milljónir einstaklinga, þar af 4,5 milljónir barna í Suður-Súdan – eða tveir þriðju allra barna séu í neyð. Þessar tölur er mun hærri en þegar borgarastyrjöld átti sér stað frá 2013-2018, en þá var áætlað að á bilinu 6,1-7,5 milljónir manna væru í neyð. Það er rétt að geta að íbúafjöldi Suður-Súdans er um 11 milljónir.

Ofbeldi, átök, djúp efnahagskreppa, stjórnarkrísa og síendurtekin flóð og þurrkar vegna loftslagsbreytinga hefur leitt til mikils fæðuóöryggis og þess neyðarástands sem ríkir í landinu í dag. Nýlegur friðarsamningur borgarastyrjaldarinnar, sem aðeins hefur verið innleiddur að hluta, hefur hingað til ekki náð að skapa mörg úrræði til að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra í landinu. 1/3 af íbúum landsins eða 3,8 milljónir einstaklinga - helmingur þeirra börn, hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna ástandsins og eru nú á flótta bæði innan og utan Suður-Súdans. UNICEF hefur varað við ástandinu í landinu og biðlar til alþjóðasamfélagsins að frekari mannúðaraðstoð sé nauðsynleg en UNICEF hefur einungis fengið 1/3 af áætlaðri fjárhagsaðstoð fyrir árið 2021.

„Sú von og bjartsýni sem börn og fjölskyldur í Suður-Súdan upplifðu við stofnun lands síns árið 2011 hefur hægt og rólega snúist upp í örvæntingu og vonleysi,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Bernska margra 10 ára barna í Suður-Súdan í dag hefur einkennst af ofbeldi, erfiðleikum og síendurteknum réttindabrotum.“

Starf UNICEF í Suður-Súdan
Þrátt fyrir áframhaldandi óöryggi í Suður-Súdan vinnur starfsfólk UNICEF ásamt samstarfsaðilum sínum á vettvangi. UNICEF hefur einblínt á að að auka getu til að skima og meðhöndla börn vegna bráða vannæringar en búist er við að um 1,4 milljónir barna munu vera við hungurmörk á árinu vegna mikils fæðuóöryggis. UNICEF vinnur einnig að bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu og tryggja aðgang að grunnheilbrigðisþjónustu og menntun

Heimsforeldrar UNICEF á Íslandi hjálpa börnum um allan heim á hverjum einasta degi og gera UNICEF kleift að bregðast við þegar neyðarástand skapast eins og í Suður-Súdan. Hægt er að skrá sig sem Heimsforeldri UNICEF hér.

Fleiri
fréttir

20. nóvember 2024

UNICEF: Framtíð barnæskunnar hangir á bláþræði í breyttum heimi 
Lesa meira

20. nóvember 2024

Ungmenni fá orðið á Alþjóðadegi barna: „Kæra fullorðna fólk– Hlustið á okkur“
Lesa meira

18. nóvember 2024

Þúsund dagar af stríði í Úkraínu: 16 börn drepin eða særð í hverri viku
Lesa meira
Fara í fréttasafn