28. febrúar 2022

Að tala við börn um stríð – ráð til foreldra frá UNICEF

Ráðin byggja á grein sem UNICEF á Íslandi birti árið 2016 í tengslum við stríðið í Sýrlandi.

Hvert foreldri þarf að meta út frá sínu barni hvort tilefni sé til að skýla því frá umfjöllun fjölmiðla. Almenna reglan er að foreldrar ættu að vera mjög vel á varðbergi hvað varðar að halda myndefni frá ungum börnum sem getur valdið þeim vanlíðan eða kvíða. Engin ástæða er til að ung börn viti eða skilji smáatriði varðandi atburði frétta. Þau hafa mjög takmarkaða færni til að skilja ofbeldisfulla hegðun og geta fundið fyrir mikilli hræðslu við að sjá slíkt myndefni eða heyra lýsingar í fréttum. Með það fyrir augum er til að mynda mælt með að foreldrar bíði með að horfa á kvöldfréttirnar þar til börnin eru farin að sofa, þegar mikið er fjallað um stríð og átök í samfélaginu.

Erfiðara getur verið að skýla eldri börnum frá umfjöllun fjölmiðla og því fullt tilefni fyrir foreldra að grípa þau tækifæri sem gefast til að ræða við börnin sín. Þar gildir að ræða við þau opinskátt og reyna að útskýra eftir fremsta megni þá atburði sem þau sjá í fjölmiðlum og geta valdið þeim vanlíðan og kvíða. Þó við gerum okkar besta til að halda umfjöllun um stríð frá börnunum okkar, eru allar líkur á að þau sjái eitthvað um það á netinu, heima hjá vini eða í skólanum. Það er því mikilvægt að undirbúa þau og ræða þessa hluti við þau.

Hvað ber að hafa í huga þegar við tölum við börn um stríð?

Þegar börnin okkar taka eftir fréttum um stríð og átök og sýna þeim áhuga er mikilvægt að gefa þeim góðan tíma og leggja sig fram við að svara þeim spurningum sem þau kunna að hafa. Enginn ætlast til þess að foreldrar geti útskýrt átökin í minnstu smáatriðum, allra síst börnin okkar. Þau þurfa heldur ekki á því að halda að fá svo ítarlega útskýringu. Stríð eru í sjálfu sér óskiljanleg, sérstaklega fyrir börn. Það er í lagi að viðurkenna fyrir þeim eigin takmarkanir og segja þeim að þú sem fullorðinn einstaklingur eigir einnig erfitt með að skilja ástæður stríðs og ofbeldis.

Leyfðu börnunum þínum að stýra samræðunum. Hvað það er sem veldur þeim áhyggjum gæti komið þér á óvart. Ef börnin fá að ræða áhyggjur sínar á eigin forsendum tryggirðu að þau fái tækifæri til að ræða áhyggjuefni sín og samræðurnar ganga ekki út frá ályktunum þínum. Það skiptir einnig máli að halda umræðunum opnum. Börn þurfa að finna að þau geti leitað til þín aftur og aftur og spurt spurninga um sama málefnið. Þau afla sér líka sjálf upplýsinga sem þau melta og verða í framhaldinu að finnast þau geta borið erindið upp aftur ef nýjar vangaveltur vakna. Ef áhyggjur barnsins taka hins vegar á sig þráhyggjukenndan blæ og það virðist stöðugt vilja ræða málið, er betra að reyna að afmarka þann tíma sem fer í umræðuna og hjálpa barninu að beina huganum að öðru.

Hughreystið börnin

Sjáðu til þess að börnin þín skilji að það sé engin ástæða til að óttast að stríð eða átök brjótist út á Íslandi. Gerðu þó ekki lítið úr áhyggjum þeirra af fólkinu sem þau sjá í fjölmiðlum, þau eru að læra að sýna samkennd og samúð og það eru góðir eiginleikar. Það er mikilvægt fyrir börn að sjá að okkur er annt um annað fólk, um réttlæti í heiminum og að koma fólki sem á um sárt að binda til aðstoðar.

Bentu þeim á að það sé til margt fólk í heiminum sem sé að hjálpa, nú um stundir séu óvenju margir sem eigi um sárt að binda en að alþjóðasamtök líkt og UNICEF vinni hörðum höndum að því að hjálpa fólkinu sem barnið sér í fjölmiðlum. Segðu barninu þínu frá því að þið fjölskyldan hjálpið til með að styrkja hjálparsamtök. Segðu þeim frá því að hjálparsamtök reyni að ná til barna til að tryggja þeim heilbrigðisþjónustu, hjálpa þeim aftur í skóla, útvega þeim hreint vatn og setja upp barnvæn svæði þar sem börn sem eru á flótta geta leikið sér og gleymt því um stund hvað gengur á í kringum þau.

Finnið vettvang til að hjálpa!

Börn vilja oft gera meira en bara tala um upplifun sína af stríði og átökum, þau vilja gjarnan sjálf fá að leggja eitthvað af mörkum. Útskýrðu fyrir börnunum þínum hvernig þau geti hjálpað, hvort sem það er með því að vekja aðra til vitundar eða með því að safna framlögum til hjálparstarfs, s.s. með því að halda tombólu. Margt smátt gerir eitt stórt!

Vonandi nýtast þessar ráðleggingar foreldrum og öðrum vel og reynast gagnlegar þegar kemur að því að svara erfiðum spurningum sem börn eiga til að spyrja.

Ráðin byggja á grein sem UNICEF birti árið 2016 í tengslum við stríðið í Sýrlandi.

Hvert foreldri þarf að meta út frá sínu barni hvort tilefni sé til að skýla því frá umfjöllun fjölmiðla. Almenna reglan er að foreldrar ættu að vera mjög vel á varðbergi hvað varðar að halda myndefni frá ungum börnum sem getur valdið þeim vanlíðan eða kvíða. Engin ástæða er til að ung börn viti eða skilji smáatriði varðandi atburði frétta. Þau hafa mjög takmarkaða færni til að skilja ofbeldisfulla hegðun og geta fundið fyrir mikilli hræðslu við að sjá slíkt myndefni eða heyra lýsingar í fréttum. Með það fyrir augum er til að mynda mælt með að foreldrar bíði með að horfa á kvöldfréttirnar þar til börnin eru farin að sofa, þegar mikið er fjallað um stríð og átök í samfélaginu.

Erfiðara getur verið að skýla eldri börnum frá umfjöllun fjölmiðla og því fullt tilefni fyrir foreldra að grípa þau tækifæri sem gefast til að ræða við börnin sín. Þar gildir að ræða við þau opinskátt og reyna að útskýra eftir fremsta megni þá atburði sem þau sjá í fjölmiðlum og geta valdið þeim vanlíðan og kvíða. Þó við gerum okkar besta til að halda umfjöllun um stríð frá börnunum okkar, eru allar líkur á að þau sjái eitthvað um það á netinu, heima hjá vini eða í skólanum. Það er því mikilvægt að undirbúa þau og ræða þessa hluti við þau.

Hvað ber að hafa í huga þegar við tölum við börn um stríð?

Þegar börnin okkar taka eftir fréttum um stríð og átök og sýna þeim áhuga er mikilvægt að gefa þeim góðan tíma og leggja sig fram við að svara þeim spurningum sem þau kunna að hafa. Enginn ætlast til þess að foreldrar geti útskýrt átökin í minnstu smáatriðum, allra síst börnin okkar. Þau þurfa heldur ekki á því að halda að fá svo ítarlega útskýringu. Stríð eru í sjálfu sér óskiljanleg, sérstaklega fyrir börn. Það er í lagi að viðurkenna fyrir þeim eigin takmarkanir og segja þeim að þú sem fullorðinn einstaklingur eigir einnig erfitt með að skilja ástæður stríðs og ofbeldis.

Leyfðu börnunum þínum að stýra samræðunum. Hvað það er sem veldur þeim áhyggjum gæti komið þér á óvart. Ef börnin fá að ræða áhyggjur sínar á eigin forsendum tryggirðu að þau fái tækifæri til að ræða áhyggjuefni sín og samræðurnar ganga ekki út frá ályktunum þínum. Það skiptir einnig máli að halda umræðunum opnum. Börn þurfa að finna að þau geti leitað til þín aftur og aftur og spurt spurninga um sama málefnið. Þau afla sér líka sjálf upplýsinga sem þau melta og verða í framhaldinu að finnast þau geta borið erindið upp aftur ef nýjar vangaveltur vakna. Ef áhyggjur barnsins taka hins vegar á sig þráhyggjukenndan blæ og það virðist stöðugt vilja ræða málið, er betra að reyna að afmarka þann tíma sem fer í umræðuna og hjálpa barninu að beina huganum að öðru.

Hughreystið börnin

Sjáðu til þess að börnin þín skilji að það sé engin ástæða til að óttast að stríð eða átök brjótist út á Íslandi. Gerðu þó ekki lítið úr áhyggjum þeirra af fólkinu sem þau sjá í fjölmiðlum, þau eru að læra að sýna samkennd og samúð og það eru góðir eiginleikar. Það er mikilvægt fyrir börn að sjá að okkur er annt um annað fólk, um réttlæti í heiminum og að koma fólki sem á um sárt að binda til aðstoðar.

Bentu þeim á að það sé til margt fólk í heiminum sem sé að hjálpa, nú um stundir séu óvenju margir sem eigi um sárt að binda en að alþjóðasamtök líkt og UNICEF vinni hörðum höndum að því að hjálpa fólkinu sem barnið sér í fjölmiðlum. Segðu barninu þínu frá því að þið fjölskyldan hjálpið til með að styrkja hjálparsamtök. Segðu þeim frá því að hjálparsamtök reyni að ná til barna til að tryggja þeim heilbrigðisþjónustu, hjálpa þeim aftur í skóla, útvega þeim hreint vatn og setja upp barnvæn svæði þar sem börn sem eru á flótta geta leikið sér og gleymt því um stund hvað gengur á í kringum þau.

Finnið vettvang til að hjálpa!

Börn vilja oft gera meira en bara tala um upplifun sína af stríði og átökum, þau vilja gjarnan sjálf fá að leggja eitthvað af mörkum. Útskýrðu fyrir börnunum þínum hvernig þau geti hjálpað, hvort sem það er með því að vekja aðra til vitundar eða með því að safna framlögum til hjálparstarfs, s.s. með því að halda tombólu. Margt smátt gerir eitt stórt!

Vonandi nýtast þessar ráðleggingar foreldrum og öðrum vel og reynast gagnlegar þegar kemur að því að svara erfiðum spurningum sem börn eiga til að spyrja.

Ráðin byggja á grein sem UNICEF birti árið 2016 í tengslum við stríðið í Sýrlandi.

Fleiri
fréttir

20. nóvember 2024

UNICEF: Framtíð barnæskunnar hangir á bláþræði í breyttum heimi 
Lesa meira

20. nóvember 2024

Ungmenni fá orðið á Alþjóðadegi barna: „Kæra fullorðna fólk– Hlustið á okkur“
Lesa meira

18. nóvember 2024

Þúsund dagar af stríði í Úkraínu: 16 börn drepin eða særð í hverri viku
Lesa meira
Fara í fréttasafn