18. febrúar 2022

Skólar í Úkraínu sætt ítrekuðum árásum

Það voru hrollvekjandi myndir sem bárust frá þorpinu Stanytsia-Luganska í austurhluta Úkraínu í vikunni þar sem sprengjuárás var gerð á leikskóla með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn særðust. Því miður eru árásir sem þessar fjarri því einsdæmi á átakasvæðum Austur-Úkraínu.

18. febrúar 2022 Það voru hrollvekjandi myndir sem bárust frá þorpinu Stanytsia-Luganska í austurhluta Úkraínu í vikunni þar sem sprengjuárás var gerð á leikskóla með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn særðust. Því miður eru árásir sem þessar fjarri því einsdæmi á átakasvæðum Austur-Úkraínu.

Samkvæmt tilkynningu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa yfir 750 skólar orðið fyrir skemmdum síðastliðin átta ár frá upphafi átakanna og ógnað öryggi og aðgengi þúsunda barna að menntun .

Átökin hafa tekið mikinn toll á sálarlífi heillar kynslóðar barna sem alist hafa upp í austurhluta Úkraínu á þessum átakatímum. Í ofanálag búa þessi börn á einhverju versta jarðsprengjusvæði í heiminum þar sem þau á hverjum degi leika sér og fara til og frá skóla á svæðum innan um ósprungnar jarðsprengjur og aðrar stríðsleifar.

UNICEF hefur frá upphafi átakanna verið til staðar og veitt 180 þúsund börnum og forráðamönnum þeirra sálræna- og félagslega aðstoð auk þess að veita fræðslu um jarðsprengjuhættur. UNICEF styrkir einnig uppbyggingu skemmdra skóla og leikskóla og dreifir kennslugögnum.

UNICEF ítrekar í tilkynningu sinni ákall til stríðandi fylkinga að þær virði sáttmálann um friðhelgi skóla (e. Safe School Declaration) og verji börn og saklausa borgara fyrir árásum, burtséð frá aðstæðum. Menntastofnanir eiga að vera öruggur staður þar sem börn njóta verndar til að læra, leika sér og vaxa úr grasi til að rækta hæfileika sína til fulls.

„UNICEF mun halda áfram starfi sínu á þessum átakasvæðum við að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð og tryggja réttindi barna og fjölskyldna þeirra.“

18. febrúar 2022 Það voru hrollvekjandi myndir sem bárust frá þorpinu Stanytsia-Luganska í austurhluta Úkraínu í vikunni þar sem sprengjuárás var gerð á leikskóla með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn særðust. Því miður eru árásir sem þessar fjarri því einsdæmi á átakasvæðum Austur-Úkraínu.

Samkvæmt tilkynningu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa yfir 750 skólar orðið fyrir skemmdum síðastliðin átta ár frá upphafi átakanna og ógnað öryggi og aðgengi þúsunda barna að menntun .

Átökin hafa tekið mikinn toll á sálarlífi heillar kynslóðar barna sem alist hafa upp í austurhluta Úkraínu á þessum átakatímum. Í ofanálag búa þessi börn á einhverju versta jarðsprengjusvæði í heiminum þar sem þau á hverjum degi leika sér og fara til og frá skóla á svæðum innan um ósprungnar jarðsprengjur og aðrar stríðsleifar.

UNICEF hefur frá upphafi átakanna verið til staðar og veitt 180 þúsund börnum og forráðamönnum þeirra sálræna- og félagslega aðstoð auk þess að veita fræðslu um jarðsprengjuhættur. UNICEF styrkir einnig uppbyggingu skemmdra skóla og leikskóla og dreifir kennslugögnum.

UNICEF ítrekar í tilkynningu sinni ákall til stríðandi fylkinga að þær virði sáttmálann um friðhelgi skóla (e. Safe School Declaration) og verji börn og saklausa borgara fyrir árásum, burtséð frá aðstæðum. Menntastofnanir eiga að vera öruggur staður þar sem börn njóta verndar til að læra, leika sér og vaxa úr grasi til að rækta hæfileika sína til fulls.

„UNICEF mun halda áfram starfi sínu á þessum átakasvæðum við að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð og tryggja réttindi barna og fjölskyldna þeirra.“

Fleiri
fréttir

20. nóvember 2024

UNICEF: Framtíð barnæskunnar hangir á bláþræði í breyttum heimi 
Lesa meira

20. nóvember 2024

Ungmenni fá orðið á Alþjóðadegi barna: „Kæra fullorðna fólk– Hlustið á okkur“
Lesa meira

18. nóvember 2024

Þúsund dagar af stríði í Úkraínu: 16 börn drepin eða særð í hverri viku
Lesa meira
Fara í fréttasafn