16. mars 2022

Skjót viðbrögð UNICEF í Úkraínu sýna mikilvægi Heimsforeldra

Með stigvaxandi átökum í Úkraínu er líklegt að þörf UNICEF á auknum fjárstuðningi til mannúðarstarfa inna sem utan Úkraínu aukist. Frá og með 13. mars hafa tæplega 2,7 milljónir flóttafólks, þar á meðal vel yfir ein milljón barna, farið yfir landamæri Úkraínu

16. mars 2022 Með stigvaxandi átökum í Úkraínu er líklegt að þörf UNICEF á auknum fjárstuðningi til mannúðarstarfa inna sem utan Úkraínu aukist. Frá og með 13. mars hafa tæplega 2,7 milljónir flóttafólks, þar á meðal vel yfir ein milljón barna, farið yfir landamæri Úkraínu til Evrópu en langflest flóttafólk eru konur og börn.

Ástand barna í Úkraínu heldur áfram að versna. Börn eru drepin og særast í árásum. Þau eru skelfingu lostin, upplifa mikla hræðslu, öryggisleysi og vanmátt gagnvart ofbeldinu allt í kringum þau. Loftárásir hafa nú færst nær almennum borgurum og eru barnaheimili, skólar, munaðarleysingjaheimili, skólar og sjúkrahús í skotlínunni. Skemmst er að minnast eyðileggingar fæðingarsjúkrahúss í Mariupol þann 9. mars síðastliðinn.

UNICEF gat brugðist skjótt við

UNICEF vinnur að því dag og nótt að auka starfsemi sína á vettvangi og við landamæri nágrannaríkja. UNICEF hefur síðastliðin átta ár starfað á átakasvæðum í austurhluta Úkraínu þar sem ástandið var viðkvæmt fyrir. Börn í austurhluta Úkraínu þekkja vel hljóðin í skothríð, gný eldflauga og hætturnarsem stafa af jarðsprengjum sem leynast þar víða í gríðarlegu magni frá fyrri tíð. Næstum öll börn eru talin þurfa sálfélagslegan stuðning og hefur UNICEF unnið að því að tryggja aðgengi að þeirri þjónustu ásamt samfélagslegum og skólatengdum verkefnum. Sú mannúðaraðstoð væri ekki möguleg nema fyrir Heimsforeldra UNICEF. Framlag Heimsforeldra hefur tryggt getu UNICEF til að vera til staðar þar sem neyðin er og sveigjanleika til að bregðast skjótt við þegar ófriður skellur á, rétt eins og kom á daginn þann 24. febrúar síðastliðinn. Þar sýndi mikilvægi mánaðarlegra framlaga Heimsforeldra sig vel. Ísland á heimsmet í fjölda Heimsforeldra miðað við höfðatölu

Frá því að stríðið hófst hefur 31 árás verið gerð á heilbrigðisstofnanir í Úkraínu og samkvæmt skýrslum SSA (WHO´s Surveillance System for Attacks on Health Care) hafa 24 þeirra stofnana skemmst verulega eða eyðilagst.

4300 fæðingar eru skráðar í Úkraínu frá upphafi stríðsins og áætlað er að 80 þúsund ófrískar konur fæði börn sín á næstu þremur mánuðum.

Árásir á heilbrigðisstofnanir og starfsmenn þeirra hafa haft gríðarleg áhrif á aðgengi fólks að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, þá sérstaklega fyrir konur, börn og aðra viðkvæma hópa. Súrefni og aðrar vistir sjúkrahúsa eru af skornum skammti og nálgast hættumörk.

Frá 7. mars hafa a.m.k. 233 skólastofnanir í Úkraínu skemmst eða verið eyðilagðar. Allir skólar eru lokaðir og því 5,7 milljónir barna sem svipt hafa verið rétti sínum til náms.

UNICEF er á vettvangi til að tryggja meðal annars hreint vatn, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð. Einnig hefur verið virkjaðir svokallaðir Bláir punktar (e. Blue Dots) sem tekur við fólki sem nú flýr Úkraínu. Blái punkturinn er miðstöð þar sem tekið er á móti börnum og fólki á flótta. Þar eru barnvæn svæði, börn og fjölskyldur fá sálræna aðstoð, heilbrigðisþjónustu, hjálpargögn, upplýsingar, skjól og vernd. Þá hafa Bláu punktarnir reynst mikilvægir til að bera kennsl á fylgdarlaus börn sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar.

Þú getur skráð þig sem Heimsforeldri UNICEF í dag og byrjað að hjálpa börnum í neyð.

Fleiri
fréttir

20. nóvember 2024

UNICEF: Framtíð barnæskunnar hangir á bláþræði í breyttum heimi 
Lesa meira

20. nóvember 2024

Ungmenni fá orðið á Alþjóðadegi barna: „Kæra fullorðna fólk– Hlustið á okkur“
Lesa meira

18. nóvember 2024

Þúsund dagar af stríði í Úkraínu: 16 börn drepin eða særð í hverri viku
Lesa meira
Fara í fréttasafn