04. febrúar 2022

Sex börn létust í átökum í Sýrlandi

Þau sorgartíðindi voru nú að berast frá Sýrlandi að minnst sex börn létust og eitt særðist alvarlega í átökum í landamærabænum Athmeh í norðvesturhluta Sýrlands aðfaranótt fimmtudag

4. febrúar 2022 Þau sorgartíðindi voru nú að berast frá Sýrlandi að minnst sex börn létust og eitt særðist alvarlega í átökum í landamærabænum Athmeh í norðvesturhluta Sýrlands aðfaranótt fimmtudag.

Bertrand Bainvel, starfandi yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, segir áhyggjuefni hversu harðnandi átök fara í og við Idlib í norðvesturhluta Sýrlands það sem af er ári. Á svæðinu búi 1,2 milljónir barna sem þegar þurfi mikla aðstoð og margar fjölskyldur séu á vergangi eftir að hafa neyðst til að flýja átök annars staðar frá í landinu.

„Á síðasta ári áttu 70% þeirra alvarlegu réttindabrota gegn börnum sem skráð voru í Sýrlandi sér stað í norðvesturhluta landsins. Þessi auknu átök nú eru að eiga sér stað í óvenju hörðum og köldum vetraraðstæðum hér. Metfrost hefur mælst í landshlutanum sem og víðar í Sýrlandi. Að minnsta kosti fimm sýrlensk börn hafa látist í norðurhluta Sýrlands bara á síðustu tveimur vikum vegna vetrarhörkunnar,“ segir Bainvel.

Nú eru næstum 11 ár síðan stríðið í Sýrlandi hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð síðan stríðið hófst. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá Heimsforeldrum og þeim sem stutt hafa neyðarsöfnunina okkar sem heldur áfram og þú getur enn lagt þitt af mörkum til að tryggja réttindi barna þar í landi.

Fleiri
fréttir

20. nóvember 2024

UNICEF: Framtíð barnæskunnar hangir á bláþræði í breyttum heimi 
Lesa meira

20. nóvember 2024

Ungmenni fá orðið á Alþjóðadegi barna: „Kæra fullorðna fólk– Hlustið á okkur“
Lesa meira

18. nóvember 2024

Þúsund dagar af stríði í Úkraínu: 16 börn drepin eða særð í hverri viku
Lesa meira
Fara í fréttasafn