16. ágúst 2022

Milljónir barna munu fá bólusetningu gegn malaríu eftir tímamótasamning UNICEF

Malaría er banvænn sjúkdómur sem berst með moskítóflugum og er ein helsta dánarorsök barna undir fimm ára aldri. Nýlega kom á markað fyrsta bóluefnið gegn malaríu sem er risavaxið skref í átt að því að vernda börn gegn þessum lífshættulega sjúkdómi. Árið 2020 létust nærri hálf milljón barna í Afríku úr malaríu.

Það eru því gleðileg tíðindi að segja frá því að UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur nú gert tímamótasamning við framleiðslufyrirtækið GSK sem sérhæfir sig í RTS,S bóluefninu. Með samningnum er ætlað að tryggja 18 milljónir skammta af bóluefninu á næstu þremur árum.

„Með þessu er verið að senda skýr skilaboð til þróunaraðila bóluefnis gegn malaríu að halda vinnu sinni áfram, vegna þess að bóluefni gegn malaríu eru nauðsynleg og eftirsótt,“ segir Etleva Kadilli, framkvæmdastjóri birgðarstöðvar UNICEF. „Við vonumst til þess að þetta sé bara byrjunin. Þörf er á áframhaldandi nýsköpun til að þróa ný bóluefni, auka framboð og skapa heilbrigðari bóluefnamarkað.“

Kadilli segir þetta vera stórt skref fram á við í sameiginlegri viðleitni til að bjarga lífi barna og draga úr hættum malaríu samhliða öðrum forvörnum sem hafa verið notaðar til þessa gegn smiti.

RTS,S bóluefnið er afrakstur 35 ára rannsókna og þróunar og er fyrsta bóluefnið sem til er gegn sníkjusjúkdómum. Þar sem framboðið er enn takmarkað munu börn sem búa á svæðum þar sem hættan og þörfin er mest vera sett í forgang.

 

 

Fleiri
fréttir

20. nóvember 2024

UNICEF: Framtíð barnæskunnar hangir á bláþræði í breyttum heimi 
Lesa meira

20. nóvember 2024

Ungmenni fá orðið á Alþjóðadegi barna: „Kæra fullorðna fólk– Hlustið á okkur“
Lesa meira

18. nóvember 2024

Þúsund dagar af stríði í Úkraínu: 16 börn drepin eða særð í hverri viku
Lesa meira
Fara í fréttasafn