02. júlí 2025

„Lífi barna umturnað á fimm sekúndna fresti“

Helmingur barna í Miðausturlöndum og Norður-Afríku býr við átök: UNICEF varar við alvarlegu ástandi

Meira en 12 milljón börn hafa verið drepin, limlest eða hrakin á flótta í átökum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku á innan við tveimur árum. Það jafngildir einu barni á flótta á fimm sekúndna fresti og einu barni sem er drepið eða limlest á fimmtán mínútna fresti.

Lífi barna er gjörsamlega umturnað á fimm sekúndna fresti vegna átaka á svæðinu,“ segir Edouard Beigbeder, svæðisstjóri UNICEF fyrir Miðausturlönd og Norður-Afríku. „Helmingur þeirra 220 milljóna barna á svæðinu býr nú þegar við átök. Við megum ekki leyfa þessum fjölda að aukast enn frekar. Að binda enda á átökin í þágu barnanna er ekki val, það er siðferðileg skylda og eina leiðin til betri framtíðar.“

Í dag búa næstum 110 milljón börn á svæðinu við áhrif átaka. Heimili, skólar og heilbrigðisstofnanir eru eyðilögð. Lífi barna er ógnað, þau hrakin á flótta og svipt öryggi sínu og menntun. UNICEF áætlar að árið 2025 muni 45 milljón börn þurfa mannúðaraðstoð sem er er aukning um 41 prósent frá árinu 2020. Á sama tíma stendur UNICEF, og aðrar hjálparstofnanir, frammi fyrir miklum fjárskorti vegna alþjóðlegs niðurskurðar til þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar sem ógnar lífi barna sem þurfa á hjálp að halda.  

UNICEF hvetur alla aðila í átökum á svæðinu til að binda enda á þau tafarlaust og virða alþjóðalög, þar með talið alþjóðleg mannúðarlög og mannréttindalög. Aðildarríki sem hafa áhrif á stríðandi fylkingar verða að nýta þau áhrif sín til að hvetja til friðar og vernda börn og þá nauðsynlegu innviði sem þau reiða sig á til að lifa af.

Með því að vera Heimsforeldri UNICEF stendur þú með börnum sem búa við átök og hjálpar UNICEF að vera til staðar þegar heimsbyggðin snýr baki við neyð þeirra.

Fleiri
fréttir

Réttindi barna í forgrunni
Lesa meira

02. júlí 2025

„Lífi barna umturnað á fimm sekúndna fresti“
Lesa meira

30. júní 2025

Skrifstofan lokuð í júlí
Lesa meira
Fara í fréttasafn