28. apríl 2022

Krakkarnir í Vogaskóla gáfu verðlaunaféð í Úkraínusöfnun UNICEF

Nemendur í 10. bekk Vogaskóla komu á skrifstofu UNICEF á Íslandi í dag með heldur betur góða gjöf.

Nemendur í 10. bekk Vogaskóla eru snillingar!

Nemendur í 10. bekk Vogaskóla komu á skrifstofu UNICEF á Íslandi í dag með heldur betur góða gjöf. Krakkarnir höfðu tekið þátt í Fjármálaleikunum í ár, sem er spurningakeppni sem ætlað er að efla fjármálalæsi grunnskólanemenda, og lentu þar í 3. sæti. Því verðlaunasæti fylgdi 50 þúsund króna verðlaunafé sem tíundabekkingar Vogaskóla ákváðu að gefa í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna Úkraínu.

UNICEF á Íslandi þakkar krökkunum í Vogaskóla kærlega fyrir stuðninginn.  

Ef þú vilt fylgja fordæmi krakkanna í Vogaskóla og styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna Úkraínu finnur þú allar upplýsingar um það hér.

Fleiri
fréttir

02. apríl 2025

322 börn verið drepin á Gaza síðan vopnhlé var rofið
Lesa meira

01. apríl 2025

Isabel Burchard: Ísland er fyrirmynd og mikilsmetinn styrktaraðili UNICEF
Lesa meira

31. mars 2025

UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir Mjanmar
Lesa meira
Fara í fréttasafn