09. ágúst 2023

Enn lætur fólk á flótta lífið á Miðjarðarhafi

Ólétt kona og 18 mánaða barn meðal hinna látnu þegar skip fórst undan ströndum Lampedusa á Ítalíu um helgina – Minnst 30 saknað

Á annan tug létu lífið og um 30 er saknað eftir skipskaða undan ströndum Lampedusa á Ítalíu um helgina. Meðal hinna látnu var ólétt kona og 18 mánaða barn. Áætlað er að 289 börn hafi látið lífið eða er saknað eftir skipskaða á leið yfir Miðjarðarhafið á fyrstu sex mánuðum þessa árs. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, kallar enn eftir því að komið verði á öruggari og löglegri leið fyrir börn á flótta til að leita hælis í Evrópu sem og að innviðir til björgunaraðgerða á þessari hættulegu siglingaleið verði styrktir.

„Í þessu slysum, á siglingaleiðinni fyrir miðju Miðjarðarhafi, kemst oft enginn lífs af eða þau eru óskráð svo líklegt þykir að tala látinna sé í raun mun hærri,“ segir Nicola Dell‘Arciprete hjá UNICEF í Ítalíu.

„Meira þarf að gera til að vernda börn sem í neyð sinni leggja í þessa hættuför, ýmist í leit að öryggi, friði, tækifærum til betra lífs eða til að sameinast fjölskyldum sínum. Og á það jafnt við um landið þaðan sem þau koma, á hafi eða þar sem þau koma að landi,“ segir  Nicola. 

UNICEF er á vettvangi í Lampedusa að vinna með stjórnvöldum og öðrum samstarfsaðilum við að veita börnum sálrænan stuðning, heilbrigðisþjónustu og aðra sérhæfða þjónustu.

Fleiri
fréttir

02. apríl 2025

322 börn verið drepin á Gaza síðan vopnhlé var rofið
Lesa meira

01. apríl 2025

Isabel Burchard: Ísland er fyrirmynd og mikilsmetinn styrktaraðili UNICEF
Lesa meira

31. mars 2025

UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir Mjanmar
Lesa meira
Fara í fréttasafn