19. september 2023

Aukið ofbeldi ógnar þúsundum barna í Port-au-Prince á Haítí

Tæplega 200 þúsund manns, þar af helmingur börn, eru á vergangi á Haítí vegna vopnaðra átaka 

Í höfuðborg Haítí, Port-au-Prince, geisa nú vopnuð átök sem hafa gert það að verkum að þúsundir fjölskyldna hafa neyðst til þess að flýja heimili sín. Alls eru um 200 þúsund manns á flótta um landið allt, en 130 þúsund í höfuðborginni einni og sér. Um helmingur alls fólks á flótta eru konur og börn sem eru sérstaklega viðkvæmur hópur í átökunum.  

Ástandið er afar óstöðugt þar sem hótanir um vopnaðar árásir eru tíðar. Líkt og fulltrúi UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Haítí, Bruno Maes segir, þá eiga átökin rætur sínar að rekja til vopnaðra hópa sem eru staðráðnir í að auka umsvif sín og neyðast því fjölskyldur til þess að flýja hættuna og ofbeldið sem af þeim stafar. UNICEF er á staðnum og veitir nauðsynlega mannúðaraðstoð, meðal annars með hreyfanlegum heilsugæslustöðvum, vatnsstöðvum, og með því að útdeila hreinlætisbúnaði og sporna gegn vannæringu.  

Mikilvægt er að tryggja að börn á flótta hafi aðgang að skólum þegar skólaárið hefst en vegna þess hversu óútreiknanlegt ástandið er, reynist það flókið. „Þess vegna er mikilvægt að tryggja nauðsynlegan stuðning og mannúðaraðstoð til fólks á flótta á Haítí og er stuðningur frá styrktaraðilum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna lykilatriði í því,“ segir Maes.   

Aðeins 18 prósent af því fjármagni sem þörf er á fyrir samfélagið á Haítí hefur verið tryggt það sem af er ári. Aukinn óstöðugleiki í landinu eykur þörfina á mannúðaraðstoð en tæplega 3 milljónir barna á Haítí þurfa á almennri mannúðaraðstoð að halda, svo sem vegna hungurs, vannæringar eða kóleru. Haítí er meðal fátækustu og minnst þróuðu landa heims og er líf barna í húfi, segir Maes, fulltrúi UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Haítí.  

Fleiri
fréttir

20. nóvember 2024

UNICEF: Framtíð barnæskunnar hangir á bláþræði í breyttum heimi 
Lesa meira

20. nóvember 2024

Ungmenni fá orðið á Alþjóðadegi barna: „Kæra fullorðna fólk– Hlustið á okkur“
Lesa meira

18. nóvember 2024

Þúsund dagar af stríði í Úkraínu: 16 börn drepin eða særð í hverri viku
Lesa meira
Fara í fréttasafn