06. ágúst 2020

300 þúsund manns án heimila í Líbanon

UNICEF er miður sín yfir manntjóninu og eyðileggingunni sem nú blasir við í Beirút, höfuðborg Líbanon, eftir öflugar sprengingar í borginni þriðjudaginn síðastliðinn. Sprengingarnar eyðilögðu og skemmdu byggingar víðs vegar um borgina, sem skilur eftir sig 300.000 manns án heimila. Börn eru meðal hinna látnu og særðu.


6. ágúst 2020 UNICEF er miður sín yfir manntjóninu og eyðileggingunni sem nú blasir við í Beirút, höfuðborg Líbanon, eftir öflugar sprengingar í borginni þriðjudaginn síðastliðinn. Sprengingarnar eyðilögðu og skemmdu byggingar víðs vegar um borgina og skilja eftir sig 300.000 manns án heimila. Börn eru meðal hinna látnu og særðu.

Efnahagslegur óstöðugleiki hefur ríkt í Líbanon allt frá einni verstu efnahagskreppu sem landið hefur litið frá því að borgarastyrjöld geisaði þar árin 1975-1990. Áhrif borgarastyrjaldarinnar og langvarandi átaka í Sýrlandi hafa sett efnahag landsins á hlið. Frá október 2019 hefur atvinnuleysi aukist töluvert samhliða verðbólgu þar sem grunnatriði á borð við mat og húsaskjól hefur hækkað um 169% sem dregur verulega úr kaupmætti fjölskyldna og skerðir lífsgæðin.

Heimsfaraldurinn Covid-19 setti síðan enn meira álag á fjölskyldur í landinu og hafa margar fjölskyldur neyðst til að draga verulega úr fæðuinntöku í kjölfar fátæktar. Miklar áhyggjur ríkja nú um framhaldið en sprengingin sem varð við helstu innflutningshöfn landsins ógnar nú enn frekar fæðuöryggi íbúa þar sem Líbanon flytur inn um 80% af matvælum sínum.

Á meðal viðkvæmustu hópa í Líbanon eru 1.500.000 flóttafólks frá Sýrlandi og 200.000 frá Palestínu en Líbanon er það land sem hýsir mesta fjölda miðað við höfðatölu, af flóttafólki.

Starfsfólk UNICEF í Líbanon er á fremstu víglínum og vinnur með yfirvöldum og samstarfsaðilum að því að bregðast við þeirri miklu neyð sem nú ríkir.

UNICEF áætlar að safna þurfi sem nemur 600 milljónum íslenskra króna til að veita neyðaraðstoð til barna á svæðinu og byrja að vinna að uppbyggingu 34 skóla og 12 heilbrigðisstofnana sem eyðilögðust í sprengingunni.

UNICEF á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir börn í Líbanon sem búa nú við enn meira fæðuóöryggi, fátækt og þjónustuskerðingu í kjölfar sprenginganna.
Sendu sms-ið BARN í númerið 1900 til að styrkja hjálparstarf UNICEF um 1.900 krónur.

Þú getur líka styrkt neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi með frjálsu framlagi hér.

Fleiri
fréttir

20. nóvember 2024

UNICEF: Framtíð barnæskunnar hangir á bláþræði í breyttum heimi 
Lesa meira

20. nóvember 2024

Ungmenni fá orðið á Alþjóðadegi barna: „Kæra fullorðna fólk– Hlustið á okkur“
Lesa meira

18. nóvember 2024

Þúsund dagar af stríði í Úkraínu: 16 börn drepin eða særð í hverri viku
Lesa meira
Fara í fréttasafn