Réttindagæsla

Málsvarar

barna

Stuðningur við stefnumótun ríkja hvað varðar málefni barna og aðstoð við gagnaöflun og gagnagreiningu um aðstæður þeirra verður sífellt mikilvægari hluti af starfi UNICEF. Enda erum við málsvarar barna gagnvart ríkisstjórnum, fjölmiðlum, lögfræðingum, frjálsum félagasamtökum og alþjóðasamtökum.

Þessi þáttur í starfi UNICEF er ekki síst mikilvægur í millitekjuríkjum þar sem þörfin á beinni þjónustuveitingu, svo sem bólusetningum, lyfjagjöf og skólagöngu barna, hefur minnkað. Með því að greina efnahagslega, félagslega og lagalega stefnu stjórnvalda fæst betri skilningur á þeim aðstæðum og öflum sem hafa áhrif á velferð barna um allan heim. Með þeirri greiningu er svo hægt að ákveða hvort nægilegar ráðstafanir hafi verið gerðar varðandi ógnir sem steðja að börnum.

Með því að greina efnahagslega, félagslega og lagalega stefnu stjórnvalda fæst betri skilningur á þeim aðstæðum og öflum sem hafa áhrif á velferð barna um allan heim.

Hvernig sinnum við

réttindagæslu?

● Við þrýstum á ríki til að efla félagsverndarkerfi sín svo þau nái til fleiri barna, sér í lagi á meðal varnarlausra hópa og jaðarhópa, kvenna og ungmenna;

● Við þrýstum á að fjárlagagerð taki sérstaklega á fátækt meðal barna og ójafnræði;

● Við þrýstum á að gerðar séu reglulegar rannsóknir og aðgreinda gagnaöflun ríkja um stöðu barna;

● Við þrýstum á framfylgd ríkja á Barnasáttmálanum og eftirfylgni við ábendingar barnaréttarnefndarinnar, en einnig þrýstingur um framfylgd Samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum (CEDAW) og Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttinda fatlaðs fólks (CRPD).

Sífellt meiri árangur af

réttindagæslu

Rannsóknir, greiningar og gagnreyndar upplýsingar sínar nýtir UNICEF til að benda á gloppur í þjónustu við börn og beita stjórnvöld ríkja og aðra aðila þrýstingi til að tryggja rétt barna sinna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. UNICEF sér sífellt meiri árangur af réttindagæslu sinni gagnvart ríkjum, alþjóðastofnunum, sjóðum og fyrirtækjum. Sá árangur felst í aukinni þjónustu við börn og aukinni vitund og virðingu fyrir réttindum þeirra.

Hjálpaðu UNICEF að stuðla

að réttindum fyrir öll börn

UNICEF nýtur mikils trausts og leggur áherslu á víðtæka samvinnu við yfirvöld, félagasamtök, samfélög og börnin sjálf. Við gegnum leiðandi hlutverki í hjálparstarfi fyrir börn og erum því í einstakri stöðu til að þrýsta á um stórfelldar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu. Í öllu okkar starfi treystum við eingöngu á frjáls framlög.

Mánaðarlegar gjafir heimsforeldra gera UNICEF kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós fjölmiðla er farið annað, sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipuleggja hjálparstarf yfir lengri tíma og beita sér á heimsvísu. Með þinni hjálp vinnum við að því að gæta allra barna.

Komdu í hóp Heimsforeldra strax í dag!