19. október 2020

Vilt þú hafa áhrif?

Ungmennum á Íslandi á aldrinum 11 – 17 ára er boðið að hafa áhrif á þróun tveggja stórra verkefna Evrópusambandsins fyrir börn með því að taka þátt í stuttri könnun.

Skýrslu UNICEF er ætlað að varpa ljósi á hversu langt ríki leyfa verst stöddu börnum sínum að falla frá meðaltalinu. Almennt er ekki nóg að rýna í meðaltöl heldur verður að skoða vandlega hvernig búið er að þeim börnum sem hafa það verst.

Ungmennum á Íslandi á aldrinum 11 – 17 ára er boðið að hafa áhrif á þróun tveggja stórra verkefna Evrópusambandsins fyrir börn með því að taka þátt í stuttri könnun hér. Öll svör í könnuninni eru nafnlaus.

Verkefnin sem um ræðir eru:

  1. Stefna sem verður gefin út í byrjun árs 2021 og snýr að því hvernig best sé fyrir ESB og lönd innan ESB að standa vörð um réttindi barna;
  2. Verkefni í þágu barna sem tryggir að öll börn í ESB hafi aðgang að allri þjónustu sem þau þarfnast til að tryggja jafna möguleika þeirra til þroska og tækifæra.

Börn eru sérfræðingarnir!

Börn eru sérfræðingar í því að vera börn og miklu máli skiptir að raddir barna og ungmenna fái að heyrast þegar taka á ákvarðanir sem varða þau. Því vill framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heyra hver reynsla barna og ungmenna sé og hvort þau telji að réttindi sín séu virt. Með könnuninni er vonast til að raddir barna um alla Evrópu fái að heyrast, bæði ríkja innan ESB og utan. Því er börnum og ungmennum á Íslandi boðið að taka þátt og við hjá UNICEF á Íslandi hvetjum alla sem vilja að svara könnuninni.

Allt framlag barna og ungmenna hér á landi verður tekið saman í skýrslu sem kemur til með að vera til hliðsjónar við þróun stefnu ESB um réttindi barna og verkefni sem snúa að börnum.

Könnunin tekur í mesta lagi um 20-30 mínútur og því um að gera að koma sér vel fyrir og leifa skoðunum ykkar að komast á framfæri. Niðurstöðurnar úr könnuninni sem og stefnan og verkefni sem snúa að börnum verða gerð aðgengileg almenningi og verður deilt með öllum þeim börnum sem hafa tekið þátt í ferlinu. Þegar þau hafa verið samþykkt munum við láta vita hvernig skoðanirnar hafa haft áhrif á stefnuna um réttindi barna.

Til að taka þátt, smellið hér.

Fleiri
fréttir

27. janúar 2025

Svona er UNICEF að stórauka dreifingu hjálpargagna og þjónustu við börn á Gaza
Lesa meira

23. janúar 2025

Loftslagskrísan raskaði námi 242 milljóna nemenda í fyrra
Lesa meira

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn