11. október 2020

Hvernig er að vera stelpa árið 2020?

Ég veit vel að það er margt sem er svo mikið betra nú en áður fyrr, en ég er orðin svo þreytt á að líta aftur á bak, mig langar að horfa fram á við.

Hvar á ég að byrja? Það er svo mikið gott, en svo mikið slæmt. Byrjum á því góða. Í dag styðja konur aðrar konur meira en nokkru sinni fyrr. Við erum að læra að henda út brengluðu hugmyndum okkar um hvernig stelpur og konur eigi að klæða sig, haga sér og hvað þær eigi að gera. Í vestrænum löndum geta konur aflað sér alla þá menntun sem þeim langar og nú myndi næsta skref hvað það varðar vera að sjá til þess að konur alls staðan að úr heiminum myndu fá þau réttindi. Ef við höldum áfram með þetta sjónarmið verður heimurinn bara að betri stað.

Ég veit vel að það er margt sem er svo mikið betra nú en áður fyrr, en ég er orðin svo þreytt á að líta aftur á bak, mig langar að horfa fram á við. Þrátt fyrir miklar framfarir í réttindabaráttu kvenna er enn gríðarlega mikið af hindrunum í lífi okkar sem því miður eru oft álitnar eðlilegar í samfélaginu okkar.

Frá ungum aldri er stelpum kennt að bera umburðarlyndi gagnvart hvernig strákar haga sér gegn þeim. Ef strákur stríðir og kemur illa fram við stelpu er henni sagt: ,,Æji, Hann er bara skotinn í þér.” Svo, þegar þessi unga stelpa verður eldri eru líkur á því að ef hún verði fyrir ofbeldi af höndum kærasta/maka þá mun hún sætta sig við afsökunina:,,Ég elska þig bara svo mikið” eða eitthvað í þá áttina. Við erum aldnar upp við alls kyns reglur og viðmið sem ætti ekki að búast við af okkur.

Það er einnig mismunandi orðaforði notaður þegar verið er að lýsa stelpum og strákum. Strákurinn veit hvað hann vill, stelpan er frek. Strákurinn er flottur leiðtogi, stelpan er stjórnsöm. Strákurinn stendur með sjálfum sér, stelpan er plássfrek. Strákurinn er konungur ef hann sefur hjá mikið af stelpum en stelpan er hóra fyrir að sofa með mikið af strákum.

En ef það er eitthvað sem ég hef tekið eftir, þá er það hvernig yngri kynslóðir eru stöðugt að berjast gegn þessum reglum. Við einfaldlega leifum þær ekki. Það sem er svo gríðarlega mikilvægt núna er að eldri kynslóðirnar taki það til sín að jafnvel þótt að ákveðinn hugsunarháttur og orðaforði tíðkaðist í þinni æsku og uppeldi, þýðir ekki að hann ætti að halda áfram til næstu kynslóða. Við verðum öll að taka saman höndum og vinna gegn fordómunum sem hafa byggst upp í gegnum aldirnar gegn öðrum kynjum, kynhneigðum og kynþáttum og sjá til þess að næstu kynslóðir þurfi ekki að alast upp með sömu ranghugmyndir og við. Þetta gerum við með því að fræða okkur, hlusta og bera ábyrgð á okkar eigin mistökum. Erfiðara er það ekki og með þessu munum við öll stuðla að heim þar sem sannt jafnrétti ríkir.

Bára Katrín Jóhannsdóttir, meðlimur í ungmennaráði UNICEF á Íslandi

Fleiri
fréttir

20. nóvember 2024

UNICEF: Framtíð barnæskunnar hangir á bláþræði í breyttum heimi 
Lesa meira

20. nóvember 2024

Ungmenni fá orðið á Alþjóðadegi barna: „Kæra fullorðna fólk– Hlustið á okkur“
Lesa meira

18. nóvember 2024

Þúsund dagar af stríði í Úkraínu: 16 börn drepin eða særð í hverri viku
Lesa meira
Fara í fréttasafn