Heilsugæsla

Tíðni

barnadauða lækkar

Baráttan hefur skilað gríðarlegum árangri og tíðni barnadauða lækkað verulega á undanförnum árum. Árið 1990 létust 12 milljónir barna af orsökum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Árið 2020 var sú tala komin niður í 4,8 milljónir.
Það eru góðar fréttir og merki um að með samstilltu átaki megi ná miklum árangri. En betur má ef duga skal. Við trúum því að þessi tala eigi að vera núll! Ekkert barn eigi að deyja af orsökum sem hægt er að koma í veg fyrir.

Niðurgangur ein algengasta

dánarorsök barna

Niðurgangur, lungnabólga, malaría, mislingar, HIV/alnæmi og vannæring eru helstu dánarorsakir barna í þróunarlöndunum. Um leið og UNICEF reynir að fyrirbyggja sjúkdóma með bólusetningu, fræðslu og barnavernd vinna samtökin markvisst að því að koma veikum börnum til hjálpar.

UNICEF dreifir vigtum, mælitækjum og málböndum sem eru sérstaklega útbúin til að mæla vannæringu barna. Auk þess leggur UNICEF áherslu á þjálfun og fræðslu heilbrigðisstarfsfólks, sérstaklega þess sem annast börn. Þar að auki kemur UNICEF á fót heilsugæslustöðvum og aðstoðar stjórnvöld við að mótun og þróun heilbrigðiskerfis.

Malaría er banvænn sjúkdómur sem smitast með moskítóflugum. Besta leiðin til að koma í veg fyrir smit er að sofa undir moskítóneti.

Tíðni barnadauða á heimsvísu hefur lækkað verulega á undanförnum árum og

milljónum barnslífa

verið bjargað.

Bólusetningar

bjarga lífi barna

UNICEF er stærsti kaupandi bóluefna í heiminum en samtökin útvega yfir 40% barna í efnaminni ríkjum bólusetningar. Hvar sem UNICEF hrindir af stað bólusetningarátaki er lögð áhersla á að ná til allra barna. Á sama tíma fá börnin líka A-vítamín, joð, lyf gegn sníkjudýrasýkingum í meltingarvegi og stundum er moskítónetum dreift samhliða bólusetningarátaki. Slík net eru besta forvörnin gegn malaríusmiti sem berst með stungu moskítóflugunnar.

Bólusetningarherferðir UNICEF og samstarfsaðila hafa svo sannarlega reynst áhrifaríkar. Mænusótt hefur nánast verið útrýmt á heimsvísu. Dauðsföllum af völdum mislinga hefur fækkað um tvo þriðju á seinustu áratugum og bólusetning gegn stífkrampa bjargað mörg hundruð þúsund mæðrum og ungbörnum. Bóluefnin verja heilu samfélögin þar sem smitsjúkdómar breiðast auðveldlega út. Hægt er að stöðva dreifingu vírusa og baktería á fyrstu stigum ef nógu mikið af fólki er bólusett. Því fleiri börn sem eru bólusett gegn tilteknum sjúkdómum, því öruggari eru allir íbúar samfélagsins.

Bólusetning í Aleppo, Sýrlandi

Þekking

skapar árangur

Árangur undanfarinna ára og sú þekking sem UNICEF hefur þróað í starfi sínu frá árinu 1946 sýnir að bjarga má lífi enn fleiri barna á hverju ári. Við höldum ótrauð áfram með ykkar hjálp.
Tíðni barnadauða á heimsvísu hefur lækkað verulega á undanförnum árum og milljónum barnslífa verið bjargað.

Hjálpaðu UNICEF að stuðla

að réttindum fyrir öll börn

UNICEF nýtur mikils trausts og leggur áherslu á víðtæka samvinnu við yfirvöld, félagasamtök, samfélög og börnin sjálf. Við gegnum leiðandi hlutverki í hjálparstarfi fyrir börn og erum því í einstakri stöðu til að þrýsta á um stórfelldar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu. Í öllu okkar starfi treystum við eingöngu á frjáls framlög.

Mánaðarlegar gjafir heimsforeldra gera UNICEF kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós fjölmiðla er farið annað, sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipuleggja hjálparstarf yfir lengri tíma og beita sér á heimsvísu. Með þinni hjálp vinnum við að því að gæta allra barna.

Komdu í hóp Heimsforeldra strax í dag!