Styrkja UNICEF mánaðarlega um 3.000 kr.

Upplýsingar um þig
skilmála UNICEF

Búðu til pláss

í hjartanu þínu

Í 20 ár hafa tugþúsundir Íslendinga búið til pláss í hjartanu sínu í hverjum mánuði fyrir réttindi og velferð milljóna barna um allan heim.

Í samvinnu við Heimsforeldra hefur UNICEF tryggt börnum í neyð næringu, heilbrigðisþjónustu, menntun og vernd og fjárfest í langtímauppbyggingu samfélaga í þágu barna í yfir 190 löndum.

Búðu til pláss í hjartanu þínu – fyrir öll börn.

Pláss

Lífið mun alltaf leita í var

– og lausn frá kvöl og pínu.

Breiðum út faðminn og færum því svar.

Finndu til pláss í hjartanu þínu.

 

Þau eru á flótta á framandi grund.

– fjarri öllu sínu.

Búum þeim skjól til að bíða um stund.

Búðu til pláss í hjartanu þínu.

 

Sendum þau ekki mót sorg og neyð.

– í sandinn drögum línu.

Getum við ekki greitt þeirra leið?

Gefðu þeim pláss í hjartanu þínu.

 

Hjálpumst öll að – búum þeim stað.

Búðu til pláss í hjartanu þínu.

 

                                          Höf: Bragi Valdimar Skúlason