Baráttan gegn

HIV/Alnæmi

HIV

og börn heimsins

Enn smitast hundruð barna af HIV á degi hverjum og ótal börn hafa misst foreldra sína úr alnæmi. Mörg börn lifa við bágar aðstæður sem rekja má til þess að foreldrar eða forráðamenn þeirra hafa sýkst af HIV. Þær hörmungar sem HIV og alnæmi valda snerta börn og unglinga hvað mest. Börn sem eru bein eða óbein fórnarlömb sjúkdómsins búa við fátækt, 

geta verið heimilislaus, flosna upp úr skóla í lengri eða skemmri tíma, upplifa mismunun, missa af tækifærum í lífinu og deyja langt fyrir aldur fram. Samt sem áður eru það börnin sem gefa okkur mestu vonina um að hefta megi útbreiðslu faraldursins og snúa þróuninni við. Með aukinni fræðslu, þekkingu og aðgengi að lyfjagjöf er kynslóð laus við HIV í sjónmáli.

Svona tekst

UNICEF á við HIV

Starf UNICEF til að koma í veg fyrir útbreiðslu HIV er fjórþætt. Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir smit frá móður til barns með því að prófa þungaðar konur fyrir HIV og veita þeim sem eru smitaðar fræðslu, ráðgjöf og hömlunarlyf sem koma í veg fyrir að veiran berist til barnsins í móðurkviði. Í öðru lagi, að veita ungbörnum sem eiga á hættu á að smitast umönnun, gefa þeim rétta næringu og lyf.

Í þriðja lagi sinnir UNICEF fræðslu og forvarnarstarfi fyrir ungt fólk til að það þekki smitleiðir og viti hvernig koma eigi í veg fyrir smit og loks veitir UNICEF smituðum börnum heilsugæslu og umönnun og sjá til þess að börn sem eiga veika foreldra eða eru munaðarlaus njóti umönnunar og verndar.

Gríðarlegur árangur hefur náðst í baráttunni gegn HIV á undanförnum árum,

sérstaklega við að koma í veg fyrir smit frá móður til barns.

HIV-laus

kynslóð í augsýn

Lykillinn að sigri í baráttunni gegn HIV er að koma í veg fyrir ný smit. UNICEF fræðir börn og ungt fólk um HIV og kennir þeim að beita þeirri þekkingu sem menntunin veitir. Skólaganga eykur sjálfstraust barna og ungmenna og kunnáttu þeirra til að taka ígrundaðar ákvarðanir eins og að bíða með kynlíf þar til þau eru orðin nógu þroskuð til að vernda sig gegn HIV, öðrum kynsjúkdómum og ótímabærri þungun.

UNICEF nálgast HIV og alnæmi á sama hátt og aðrar áskoranir og hættur sem steðja að börnum. Með upplýsingaöflun kortleggum við umfang vandans og skipuleggjum aðgerðir í samræmi við það með velferð og heilbrigði allra barna að leiðarljósi.

Hjálpaðu UNICEF að stuðla

að réttindum fyrir öll börn

UNICEF nýtur mikils trausts og leggur áherslu á víðtæka samvinnu við yfirvöld, félagasamtök, samfélög og börnin sjálf. Við gegnum leiðandi hlutverki í hjálparstarfi fyrir börn og erum því í einstakri stöðu til að þrýsta á um stórfelldar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu. Í öllu okkar starfi treystum við eingöngu á frjáls framlög.

Mánaðarlegar gjafir Heimsforeldra gera UNICEF kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós fjölmiðla er farið annað, sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipuleggja hjálparstarf yfir lengri tíma og beita sér á heimsvísu. Með þinni hjálp vinnum við að því að gæta allra barna.

Komdu í hóp Heimsforeldra strax í dag!